Mig dreymdi súkkulaðiköku í nótt svo þegar ég vaknaði þá fór ég beinustu leið inn í eldhús og bakaði ljúffengan mömmudraum. Kakan stendur alltaf fyrir sínu og er stórgóð. Nýbökuð súkkulaðikaka og ískalt mjólkurglas á sunnudagsmorgni er draumabyrjun á deginum. Ég sit hér við stofuborðið, drekk kaffi og er að skipuleggja…
1. Kristían Mar Kjaran og Eva Laufey Kjaran. 2. Ég og Maren systir mín að njóta þess að drekka rósavín í blíðunni í Noregi. 3. Fatafjör í Kolaportinu. Söludömur og uppboðsstjóri.. djók. 4. Menntamálanefndin mín að funda á mánudegi, líf og fjör. 5. Stórgott hádegisdeit með yndislegu Ebbu Guðný. 6….
Þessi vika hefur gjörsamlega flogið áfram og verið mjög viðburðarík. Ég hlakka til að deila með ykkur þeim verkefnum sem eru framundan hjá mér. Það er svo ótrúlega gaman að stíga út fyrir þægindaramman og grípa tækifærin þegar þau gefast. Það er kærkomið að komast í smá helgarfrí, fríið fer…
Ég hef sagt ykkur það áður hvað ég elska að eiga gæðastundir í hádeginu með fjölskyldunni minni og vinum. Hádegisverður og góður félagsskapur, dagurinn verður bara svo miiiklu betri. Í dag fór ég ásamt vinkonu minni henni Guðrúnu Sóley á Borg Restaurant. Borg Restaurant er staðsettur í hjarta borgarinnar. Ég heillaðist…
Í maí þá ætla ég að fara með fjórum af mínum bestu vinum til Kaupmannahafnar. Tilhlökkunin er vægast sagt mikil og ég get ekki beðið eftir því að eyða með þeim nokkrum dögum í danaveldi. Við höfðum talað svo lengi um að fara til útlanda saman en höfðum aldrei gert…
Í morgun bjó ég til appelsínu- og gulrótarsafa. Þessi safi er yfirfullur af hollustu og vítamínum, hentar því afskaplega vel að byrja daginn á einu glasi af góðum og hollum safa. Það tekur enga stund að búa til safa, minnsta málið í eldhúsinu. Mér finnst voða gott að hefja daginn…
Ég fór beinustu leið út í búð þegar ég kom heim frá Noregi í gær og fyllti matarkörfuna af hollum mat, já grænt skal það vera í apríl. Ég er að berjast við flensu og lykillinn að því að ná sér fljótt er með engiferið að vopni. Í morgun bjó…
Ég veit ekki með ykkur en ég borðaði yfir mig um páskana og gott betur en það. Veisla á hverjum degi, óhóflegt súkkulaðiát og já sífellt át. Það er vissulega huggulegt en ég finn það að líkaminn minn gargar á hollustu eftir páskalúxusinn. Ég tók til fimm uppskriftir sem eru…
Páskarnir ó elsku páskarnir. Ég er búin að hafa það svo ótrúlega gott í Noregi, góður félagsskapur og veislumatur á hverjum degi. Í dag var íslenskt lambalæri með öllu tilheyrandi, ég fékk að sjá um lambalærið að þessu sinni. Ég prufaði voðalega góða marineringu með ferskum kryddjurtum sem ég ætla…
Enn einn sólardagur hér í Noregi. Við ákváðum að fara yfir til Stavanger í morgun og rölta þar um. Við skoðuðum okkur um, kíktum í búðir og fengum okkur að borða. Bærinn iðaði af mannlífi og við sátum við höfnina og borðuðum góðan mat og fengum okkur rósavín, mjög huggulegt…