Ó, borg mín borg.

Ég hef sagt ykkur það áður hvað ég elska að eiga gæðastundir í hádeginu með fjölskyldunni minni og vinum. Hádegisverður og góður félagsskapur, dagurinn verður bara svo miiiklu betri. Í dag fór ég ásamt vinkonu minni henni Guðrúnu Sóley á Borg Restaurant. 
Borg Restaurant er staðsettur í hjarta borgarinnar. Ég heillaðist upp úr skónum um leið og ég kom þangað inn, innréttingin á staðnum er algjört augnayndi og þjónustan ótrúlega góð. Hlýlegur og elegant veitingastaður. 
 Matseðillinn er mjög spennandi og mig langaði einna helst að prufa allt saman á einu bretti. Ég og Guðrún ákváðum að fá okkur fjarka dagsins, það er ótrúlega sniðugt ef maður vill smakka nokkra rétti. Framsetningin á réttunum er líka mjög skemmtileg og það kunnum við Guðrún svo sannarlega að meta. Réttirnir voru ótrúlega góðir, hver öðrum betri og mæli ég svo sannarlega með að þið smakkið fjarka dagsins. 
 Guðrún Sóley var ánægð með matinn og kaffið, og já auðvitað var súkkulaðibitinn gómsætur líka. 
 Ég hlakka til að fara aftur á Borg Restaurant. Ég er nú þegar farin að skipuleggja stefnumót  með manninum mínum og vinakvöld. Kokteilarnir eru svakalega girnilegir og ég sé fyrir mér ljúf sumarkvöld með vinum mínum á Borginni. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *