Loksins kom sólin og nú er ég hætt að tuða yfir veðrinu, mikið sem allt verður betra í sólinni. Ég nenni lítið að vera inni á meðan veðrið er svo gott og er voða lítið í eldhúsinu, þess vegna fáið þið svona lítið af uppskriftum hingað inn kæru vinir. Í…
Ég er örugglega búin að tuða í sérhverju mannsbarni hér á Íslandi um veðrið í sumar, já ég er ein af þeim sem læt veðrið fara svolítið í mig. Í dag er rigningardagur númer 112993…Sólin hefur eiginlega ekkert verið hér á Skaganum í sumar. Einn og einn dagur, en alls…
Ég er ferlega hrifin af osta-og skyrkökum. Þær eru svo fljótlegar og einfaldar, smakkast líka guðdómlega. Oreo kexið er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og ég held að flestir séu sammála um að þessar kexkökur séu þær allra bestu, það smakkast allt betra ef það er Oreo í því. Ég…
LOKSINS var gott veður á Skaganum í gær, ég gat ekki hugsað mér að vera inni svo ég ákvað að fara upp á Akrafjall. Ég var ekki búin að fara upp á fjall í nærri því tvö ár. Það var vissulega erfitt en almáttugur hvað það jafnast fátt á við…
Þann ellefta júlí átti litli bróðir minn hann Allan Gunnberg afmæli, hann er orðinn nítján ára. Ég ákvað að baka vöfflur og súkkulaðiköku í tilefni dagsins, ég prófaði að setja súkkulaðibita í vöfflurnar og það kom ferlega vel út og því langaði mig til þess að deila með ykkur uppskriftinni. …
1. Í sumarbústað 2. Með uppáhalds konunum mínum, ömmu og mömmu. 3. Þjóðhátíðarkakan í ár 4. Smoothie í krukku 5. Ég og Birta…
Amerískar súkkulaðibitakökur eru í miklu eftirlæti hjá mér og baka ég þær mjög oft, ég reyni að betrumbæta uppskriftina mína í hvert sinn og ég er svei mér þá viss um að þessar kökur séu þær bestu sem ég hef bakað. Þær komast mjög nálægt því að vera jafn mjúkar…
Edda kökukona og Björg Sigríður sem sá um að smakka kremið. Það er í nægu að snúast þessa dagana hjá okkur fjölskyldunni en það er svo sannarlega alltaf tími fyrir kökuát og smá huggulegheit. Edda hefur boðið okkur upp á svo ljómandi góða skúffuköku að ég verð að fá að…
Morgunkaffið drukkið í sveitinni í ró og næði, þvílíkur draumur. Veðrið er ferlega gott, loksins lét sólin sjá sig. Allt verður svo miklu betra í sólinni, eruð þið ekki sammála? Ég var orðin þreytt á gráum skýjum. Dagurinn í dag fer því í göngur, garðvinnu og notalegheit. Í dag útskrifast…
Þjóðhátíðardagurinn okkar er á morgun og því er tilvalið að bjóða fjölskyldu og vinum í kaffi. Það er ekkert betra en að eyða deginum með fólkinu sínu, byrja á góðu kaffiboði og rölta saman í bæinn. Uppskriftin sem ég ætla að deila með ykkur í dag er að dásamlegri kókosbolluköku….