…hún kom

Loksins kom sólin og nú er ég hætt að tuða yfir veðrinu, mikið sem allt verður betra í sólinni. Ég nenni lítið að vera inni á meðan veðrið er svo gott og er voða lítið í eldhúsinu, þess vegna fáið þið svona lítið af uppskriftum hingað inn kæru vinir. Í kvöld ætla ég þó að elda fisk, þið fáið auðvitað uppskriftina ef fiskurinn smakkast vel. 😉 
Í gær eftir vinnu þó fórum við suður út að borða á Steikhúsinu og við fengum ótrúlega góðan mat, mæli með þeim stað. Ég gat loksins notað fína kjólinn minn sem ég keypti í fyrr í sumar í Freebird. Það er algjör nauðsyn að fara í kjól þegar sólin skín. 
Þegar að það er lítið að gerast á blogginu þá getið þið alltaf fylgst með mér á Instagram, þar er ég voða dugleg að setja inn myndir. Þið finnið mig undir evalaufeykjaran. 

Ég vona að þið njótið sólarinnar og gerið eitthvað skemmtilegt í dag.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *