Á þjóðhátíðardaginn er svo sannarlega tilvalið að bjóða fjölskyldu og vinum heim í kaffiboð áður en haldið er í skrúðgöngu. Íslensk Hnallþóra gegnir lykilhlutverki að mínu mati í kaffiboðum á þessum fallega degi. Súkkulaði, Rice Krispies, rjómi, fersk ber og enn meira súkkulaði. Það er blanda sem getur ekki klikkað….
Kjúklingaspjót eru mjög vinsæl á sumrin, þau eru ekki bara gómsæt heldur eru þau ansi einföld og fljótleg. Ég grillaði beikonvafinn kjúkling sem var mjög ljúffengur og því tilvalið að deila uppskriftinni með ykkur. Beikonvafinn kjúklingur 600 g kjúklingakjöt (best er að nota bringur eða lundir)…
Ég elska góðar kjötbollur og gott meðlæti. Ég fékk mikla löngun í kjötbollur eitt kvöldið í vikunni og þá eldaði ég þessar góðu kjötbollur með mexíkósku ívafi. Ótrúlega fljótlegur og bragðgóður kvöldverður sem ég mæli með að þið prófið. Kjötbollur með mexíkósku ívafi 500 g nautahakk 1 egg, pískað 3…
Þessi súkkulaðikaka verður mjög oft fyrir valinu þegar ég vil baka eitthvað sérstaklega gott. Það kannast líklega flestir við þessa ómótstæðilegu köku og þessi uppskrift er ótrúlega vinsæl. Hvaðan uppskriftin kemur veit ég ekki en mikil ósköp þakka ég þeim einstakling sem fann upp á henni. Sá á mikið lof…
1. Ég heimsótti Kolbrúnu Pálínu í Höfðingjum heim að sækja. Sumarlegar uppskriftir í hollari kantinum. 2. Ég eldaði með Degi B. Eggertssyni í Höfðingjum heim að sækja. Hann eldaði stórgóða smárétti. Ég mæli með að þið prófið þessar uppskriftir en þið finnið uppskriftinar hér. 3. Nú erum við búin að…
Þegar að kökulöngunin bankar á dyrnar, þá er gott að skella í einfalda uppskrift af súkkulaðibitakökum. Það er eitthvað svo sérstaklega gómsætt við þær. Best er að borða þær nýbakaðar með ískaldri mjólk. Tvenna sem klikkar aldrei. Uppskriftin er frekar stór og gerir rúmlega 30 kökur. Í þetta skiptið frysti…
Helgarnar eru svo notalegar, ég byrjaði þennan laugardaginn á því að baka dásamlega kanilsnúða. Uppskriftin er hér. Ég er enn í náttfötunum og klukkan að ganga eitt. Svona dagar eru nauðsynlegir, ró og næði. Ætli það sé ekki best að loka tölvunni í bili, koma sér vel fyrir upp í…
Frosin vínber eru algjört lostæti. Mæli með að þið prófið!
Ég er mjög og þá meina ég mjög hrifin af pasta. Ég fæ mér reglulega þennan einfalda og gómsæta pastarétt, að mínu mati er einfaldleikinn sá besti. Ítölsk pastasósa Þessi sósa er svakalega einföld og passar með flestum pastaréttum, ég mæli með að þið prófið ykkur áfram með þessa uppskrift….
Að byrja daginn á því að fara út á svalir með kaffibolla og lesefni í góðu veðri er hrein dásemd. Svona byrjaði minn dagur í dag. Vonandi eru margir sólríkir dagar sem bíða okkar í sumar. Ég trúi nú ekki öðru. Svalirnar okkar eru loksins að taka á sig mynd…