Sæl verið þið kæru lesendur, þennan morguninn langar mig að deila með ykkur uppskrift að ómótstæðilegum morgunmat já eða millimáli… reyndar má líka bjóða upp á hann sem hollari eftirrétt. Ó jæja, semsagt möguleikarnir eru margir og þið ættuð svo sannarlega að prófa að útbúa þetta heimalagaða múslí með örlitlum…
Í vikunni kom nýtt skyr á markað með súkkulaðibitum og það gladdi mig einstaklega mikið. Ég ákvað að útbúa ljúffenga súkkulaðiskyrköku sem er ótrúlega góð og ég þori að veðja að þið eigið eftir að gera hana aftur og aftur. Skyrkökur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér eins og ég…
Matargleði er fylgirit Fréttablaðsins í dag. Ég fékk þá hugmynd fyrir nokkrum vikum að setja uppskriftir saman í fallegt blað ásamt viðtölum við sannkallaða sælkera og nú er hugmyndin orðin að veruleika. Ég er ekkert smá ánægð með blaðið og enn glaðari að tilheyra þessum flotta hópi á forsíðunni. Hér…
Ofnbakaður fiskur er alltaf í miklu uppáhaldi, þó það þurfi ekki að hafa mikið fyrir góðu hráefni þá er virkilega gott að gera djúsí fiskrétti af og til. Ég elska þá að minnsta kosti og ég hef tekið eftir því hér á síðunni að lesendur mínir eru sammála. Ég…
Súkkulaðibúðingur með heitri berjasósu 500 ml rjómi 150 g suðusúkkulaði 2 msk sykur fræin úr 1 vanillustöng 2 plötur matarlím Aðferð: Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4 – 6 mínútur. Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman og bræðið í rólegheitum. Hrærið í á meðan…
Ég fékk vinkonur mínar í sunnudagskaffi um daginn og ákvað að gera nokkrar snittur, mér finnst nefnilega mikilvægt að hafa eitthvað brauðmeti á boðstólnum og þá sérstaklega ofnbakað. Með öllum sætu kökunum þarf að vera brauðbiti inn á milli, til að jafna þetta út. Ég elska góða osta og…
Í gærkvöldi ákvað ég að skella í einfaldasta brauð veraldar, já ég er að segja ykkur það satt. Ég átti hveiti, þurrger, salt og vatn… og meira var það ekki. Það eina sem þessi uppskrift krefst er pínu þolinmæði, brauðið þarf að hefast í 12 – 24 klst en…
Í morgun langaði mig svo í pönnukökur og auðvitað skellti ég í þessar einföldu og bragðgóðu pönnsur sem flestir kannast við. Íslenskar pönnukökur eru virkilega góðar og hægt að bera þær fram á ýmsa vegu t.d. með morgunkaffinu, í kaffitímanum með sultu og rjóma og svo í eftirrétt með ferskum…
Í síðustu viku fór ég á konfektnámskeið hjá Nóa Síríus. Axel Þorsteinsson yfirkonditor á Apótek Resturant sýndi okkur hvernig búa má til ekta konfekt á einfaldan hátt. Þetta var brjálæðislega skemmtilegt og áhugavert, ég hlakka til að útbúa ljúffenga konfektmola fyrir jólin og ég mæli með þessu námskeiði. Frekari upplýsingar…
Ég elska að fara út að borða og njóta í góðra vina hópi. Úrvalið af góðum veitingastöðum er gott og það er svo gaman að fara út að borða, allir staðir troðfullir af fólki og miðbærinn iðar af mannlífi. Ég og vinkona mín hún Dísa fórum út að borða á Public…