Áramótaheit

Áramótaheitið mitt í ár er að einblína á litlu hlutina sem skipta máli og gera lífið skemmtilegra. Mér finnst alltaf í byrjun janúar að ég þurfi að vera með ákveðið plan og með háleit markmið sem nauðsyn ber að fylgja, það veldur mér stundum smá áhyggjum því mér líður oft eins og allt þurfi að gerast strax og ég gleymi að einblína á litlu hlutina sem skipta oft öllu máli. Hér eru nokkur lítil atriði sem að mínu mati gera lífið skemmtilegra.. 
Ég ætla að fara oftar í bústað, eiga fleiri notalegar stundir með fjölskyldunni minni, elda oftar með vinkonum mínum, fara út að borða í hádeginu með vinum mínum vikulega, taka enn fleiri myndir af mat og deila uppskriftum, fara á matreiðslunámskeið, prufa að elda indverskan mat, fara oftar út að hlaupa, hrósa oftar, njóta meira, sofa út án þess að fá samviskubit, fara oftar í bíó helst á Akranesi,  fleiri datenight með manni mínum, ferðast meira innanlands, halda áfram að safna matreiðslubókum og tímaritum, hætta að hlusta á neikvæðni, fara oftar upp á Akrafjall, læra meira, lesa meira, vera óhrædd við að prufa nýja hluti og taka fagnandi á móti nýjum áskorunum. 
Ég gæti haldið lengi áfram en ég læt þetta duga í bili, ég er að minnsta kosti orðin mjög spennt fyrir árinu og ég ætla að einblína á að gera sem mest af þessum lista.  Þetta eru atriði sem gera lífið skemmtilegra og ef  manni liður vel þá spilar það svo sannarlega lykilhlutverk í að ná stærri markmiðum sem ég hef sett mér fyrir þetta ár. 
Aðal markmiðið er þó bara að njóta þess að vera til. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)