Archives for október 2011

 Ég er mesti nautnaseggur sem ég veit um. Ég leyfi mér ansi oft að lúra lengur á mánudögum, reyni að lengja helgina pínulítið. Í morgun fór ég á fætur um tíuleytið, lagaði mér hafragraut og gott kaffi. Kveikti á nokkrum kertum, setti Garðar minn Cortes á fóninn og  kom mér vel…

30.10.11

Matreiðslusýning, leikhús, tvö stórafmæli og kósíheit einkenndu helgina.  Dásamleg helgi með frábæru fólki.  Í kvöld var alvöru sunnudagskvöld. Læri hjá mömmu og ég bakaði mömmudraum í eftirrétt, sjónvarpsgláp með famelí og þegar heim var komið þá kom yndisleg vinkona í kaffispjall.  Vonandi áttuð þið góða helgi xxx Föstudagsrósirnar mínar. 

Kaffikerling

Ég er mikil kaffikerling og finnst fátt um betra en að drekka gott kaffi, sérlega í morgunsárið og í góðum félagsskap. Það gildir það sama um kaffið og matinn – sameiningartákn. Að mínu mati, að hitta góða vini yfir kaffibolla er yndislegt. Ég fékk svo frábæra sendingu frá mömmu í…

24.10.11

Mánudagur enn á ný. Fallegt veður og góð vika að hefjast, mamman mín kemur heim í vikunni og það verður ó svo gott að komast í mömmuknús. Það jafnast ekkert á við það.  Ég útbjó í gær mér til gamans like- síðu á facebook fyrir bloggið. Gaman að sjá hverjir…

Ég elska kökur og ég elska að baka þær. Þetta er gott ástarsamband.  Laugardagsnammið, frönsk súkkulaðikaka. Uppskrift er að finna hér til hliðar í „bakstursást“.  Fæ yndislegar vinkonur í mat, vinkonur sem ég hitti alltof sjaldan og því hlakka ég ansi mikið til.  xxx

1 2 3