Vorið er komið…

Ég er nú búin að vera pínu löt við bloggið, þið vonandi afsakið það.

Það hefur lítt á daga mína drifið – um síðustu helgi tók ég þátt í Ungfrú Vesturland. Það var ósköp ánægjuleg reynsla og ég kynntist mörgum ansi yndislegum píum. Sesselja Laufey og Krissý eiga líka hrós skilið fyrir flotta vinnu :o)

En þessi vika hefur farið í ansi mikið át. Sem er gott og blessað. Mamman mín er á landinu og það er svo mikið gott að ég get harla lýst því með orðum hvað mér finnst það dásamlegt þegar að hún er hér. Hún er líka besta mamman í heiminum.

Vorið er komið – fru stella! Vaknaði í morgun við það að sólin var að kitla mitt nef. Ok, kannski ekki brjálæður hiti. En eftir snjóinn í síðustu viku þá tek ég fagnandi á móti sólargeislum, smáum sem og miklum.
En veðrið er dásemd – eftir þessa færslu þá ætla ég að vippa mér í betri fötin og fara út í göngu, ganga meðfram langasandi. YUMMÍ. Paradís.

Farvel

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *