Mánudagsfiskurinn að þessu sinni: Villtur lax með ferskum aspas, blómkálsmauki og blaðlaukssmjöri. Algjört sælgæti!
Þriðjudagur: Einfalt og ómótstæðilega gott kjúklingapasta með heimagerðu pestó.
Miðvikudagur: Létt og gott salat með mozzarella osti og hráskinku, ég er með æði fyrir mozzarella osti þessa dagana og gæti borðað hann á hverjum degi!
Fimmtudagur: Sætkartöflu- og spínatbaka með fersku salati og sósu. Æðislega gott og tilvalið frysta afganginn og hita upp síðar.
Föstudagur: Mexíkóskur hamborgari með öllu tilheyrandi! Veðurspáin segir sól á föstudaginn og því ber að fagna með góðum grillmat.
Bakstur helgarinnar: Franskt eggjabrauð með sírópi og jarðarberjum.. mamma mía hvað þetta er gott. Hlakka strax til helgarinnar 😉
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.