Jólastússerí

Ég hóf smá jólastússerí í dag eftir heimsókn í Ikea í gær. Í staðinn fyrir að eyða tíma á facebook í læripásum þá var ég aðeins að dúllerast í staðinn.
Ég keypti mér ósköp venjulegt rautt kerti á 295.kr, en skreytti það með rauðu skrauti sem ég keypti líka í Ikea, minnir að rúllan hafi kostað um 100 kr. Og útkoman var ansi krúttleg.

Þessi gamli kertastjaki sem ég nota aldrei,fékk smá upplyftingu. Rauð kerti og litla jólapakka.

Svo var eitt ansi sniðugt í Ikea í gær, sumsé skreyttir púðar! Ég prófaði, vitaskuld er þetta ekki eins fínt og það var í Ikea. En mér finnst þetta krúttlegt og rúmið fær líka jólaskraut.


Jólakökuboxin bíða nú spennt eftir að ég fari að baka og fylli þau.

Þessi kertastjaki fékk nú líka upplyftingu, smá skraut á kertum og jólapakka sem hanga á.

Keypti mér nokkur svona, 395.kr stk.

En puntaði þau pínu svo þau yrðu aðeins jólalegri.

En nújæja! Önnur jólafærslan. Ég skal fara varlega – kem ekki með aðra strax.

Endilega deildu með vinum :)