Rjómalöguð grænmetissúpa og pasta í kvöldmat, eitt glas af rauðvíni með enda er föstudagskvöld og þá má maður nú aldeilis leyfa sér. Bauð vinkonu minni í mat og það er nú aldeilis gott að eiga gott spjall eftir langa viku. Sitjum hér í þessum töluðu orðum með kertaljós, nammi og…
Fjölskyldumaturinn. Það er enginn súpa eins og kjötsúpan, hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég ólst upp við það að þegar að kjötsúpa var á borðstólnum þá var von á öðrum fjölskyldumeðlimum í mat. Allir borða á sig gat, sötra á súpunni, naga beinin, fá sér rúgbrauð með smjöri…
Í hádeginu þá langaði mig í eitthvað fljótlegt og gott. Eitthvað sem gott væri fyrir líkamann. Ég prófaði því að gera mér eggjaköku með twisti. 2 egg. (1 venjulegt og 1 bara eggjahvíta) Dass af léttmjólk Salt&pipar Þetta pískað saman. Grænmeti. Agúrka Paprika Kirsuberjatómatar Rauðlaukur. Steikt á pönnu í smá…
Ég er svo hrifin af þessu kjúklingasalati, elsku Fríða vinkona bauð mér eitt sinn upp á þetta dýrindis salat og þá var ekki aftur snúið. Ást við fyrsta smakk. Einfalt, fljótlegt og bragðmikið. 1 x Stór spínatpoki í botninn (ég setti líka nokkur rucola blöð sem ég átti inn í…
Fiskibollur. Mér finnst þær ansi góðar, að vísu gerir enginn betri bollur en amma Stína .Mmm, þær eru dásamlegar. Í kvöld var fiskibollukvöld. Haddinn minn borðar þær og það gleður mig mjög svo mikið þegar að hann borðar matinn minn. Pínu matvandur greyið. Erfitt fyrir sælkerann að skilja fólk sem er…