Vinkonur mínar komu til mín í sunnudagskaffi og bauð ég þeim meðal annars upp á þessa sjúklega góðu Oreo súkkulaðiköku sem bráðnar í munni. Þegar súkkulaði og Oreo koma saman er veisla, svo mikið er víst. Mér finnst brownies eða brúnkur alltaf svo góðar, stökkar að utan og mjúkar…
Sænskir kanilsnúðar eru vinsælir víða um heim og það er ekki að ástæðulausu, þeir eru virkilega bragðgóðir og mjúkir. Mér finnst þeir bestir nýbakaðir með ísköldu mjólkurglasi. Fullkomið á köldum vetrardögum. Sænskir kanilsnúðar 2 3/4 dl volgt vatn 2 1/2 tsk þurrger 650 – 750 g hveiti 4 msk sykur…
Sænskar kjötbollur með öllu tilheyrandi Í síðasta þætti af Matargleði var sænsk matargerð í aðalhlutverki og ég eldaði meðal annars þessar ljúffengu kjötbollur með kartöflum, brúnni sósu, góðri sultu og súrum agúrkum… virkilega gott. Sænskar kjötbollur Smjöreða ólífuolía 1 stórlaukur 2 msk smáttsöxuð steinselja 500 g svínahakk 500 g nautahakk 3 msk sýrður…
Egg eru frábær fæða, þau eru bæði næringarrík og orkurík. Ég borða mikið af eggjum og þá sérstaklega á morgnana. Ég skelli yfirleitt í einfalda eggjahræru, en þá hita ég smá smjör í potti og píska tvö egg sem ég steiki upp úr smjörinu og krydda aðeins með salti og…
Ég er algjör nautnaseggur og elska að útbúa gómsæta eftirrétti, það er alltaf pláss fyrir smá eftirrétt eftir góða máltíð. Ítalskur vanillubúðingur með hvítu súkkulaði og ástaraldin er einfaldur og virkilega bragðgóður eftirréttur sem ég útbý reglulega. Hvítt súkkulaði, vanilla og ástaraldin passa svo vel saman og þetta er algjör…
Alþjóðlegi kanilsnúðadagurinn er í dag, hvorki meira né minna! Því ber að fagna. Ég bakaði þessa snúða í morgun og vorum við fjölskyldan voða ánægð með þá, Ingibjörg Rósa er lasin og fékk aðeins að smakka. Henni fannst það ekkert mjög leiðinlegt að fá smá smakk, mömmuhjartað verður alltaf svo…
Mexíkóskur matur er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og fæ aldrei leið á þessum góða mat, möguleikarnir eru líka svo margir sem gerir þessa matargerð enn betri. Ég sá sérstakar pizza tortillur út í búð um daginn og var ekki lengi að grípa þær með mér ásamt öðru góðu hráefni….
Ég elska stökka kjúklingabita með góðri sósu og það er fátt sem jafnast á við safaríka, bragðmikla og stökka bita. Í síðasta þætti af Matargleði eldaði ég þessa einföldu kjúklingabita sem þið ættuð að prófa, hollari útgáfa að gómsætum kjúklingabitum. Stökkir kjúklingabita í kornflexmulningi Kartöflubátar 7 – 8 kartöflur, fremur…
Í síðasta þætti mínum lagði ég áherslu á matargerð frá Bandaríkjunum og þessi réttur er einn þekktasti og vinsælasti rétturinn þar í landi. Ég gjörsamlega elska þennan rétt en hann inniheldur allt það sem mér þykir gott. Pasta, beikon, ost og rjóma… ég þarf ekki meira. Mæli með að þið…
Í síðasta þætti af Matargleði útbjó ég þetta tryllingslega góða karamellupæ sem er bæði fáránlega einfalt og fljótlegt. Ég kaupi yfirleitt karamellusósuna tilbúna í krukku en sósan fæst meðal annars í Hagkaup. Einnig er hægt að sjóða sæta niðursoðna mjólk í 2 – 3 klst en mjólkin breytist í ljúffenga…