Öll eigum við minningu tengda mat, ég á margar mjög góðar minningar úr eldhúsinu hennar ömmu. Eitt af því sem mér fannst best að fá hjá henni voru fiskibollurnar hennar. Ég sé ömmu alltaf fyrir mér í eldhúsinu sínu í Engihjallanum með svuntu á milljón að gera bollur handa stórfjölskyldunni….
Það hefur tíðkast á Íslandi í yfir hundrað ár að borða bollur á bolludaginn og frá því að ég var lítil þá hefur þessi dagur verið í algjöru uppáhaldi. Ég veit fátt betra en vatnsdeigsbollu með sultu og rjóma, eða annarri góðri fyllingu. Þegar ég var yngri var mikið sport…
Það eru margir sem þola illa glútein og vilja sleppa því. Sjálf borða ég það, en mig langaði engu að síður að búa til glútenfríar bollur fyrir þá eða þær sem vilja sleppa glúteini. Ég notaði glútenfrítt mjöl frá Finax í bollurnar, persónulega finn ég engan mun á þeim sem innihalda ekki glútein og týpískum…
Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu eru í miklu uppáhaldi og ég elskaði að koma í heimsókn til ömmu og gæða mér á bollunum ásamt brúnu sósunni sem borin var fram með bollunum. Nú þegar ég hugsa um þessar heimsóknir finn ég ósjálfrátt lyktina af matnum… og ylja mér við ljúfar minningar….
Í síðasta þætti var sérstakt bolluþema í Matargleðinni og að sjálfsögðu voru vatnsdeigsbollur með rjómafyllingu á boðstólnum. Ég elska þessar bollur og borða óhóflega mikið af þeim á bolludaginn, en ég meina hann kemur nú bara einu sinni á ári. Því ekki að taka forskot á sæluna um helgina og…
Í síðasta þætti var sérstakt bolluþema í Matargleðinni en það styttist óðum í bolludaginn sem í mínum bókum er einn besti dagur ársins. Í þættinum fór ég yfir fjórar bollu uppskriftir og ein af þeim var að sjálfsögðu stökkar berlínarbollur með jarðarberjasultu, það er eitthvað við þessar bollur sem ég…