Sunnudagsbröns

 Í dag er mæðradagurinn svo við ákváðum að hafa smá bröns í morgunsárið. 
Hugguleg byrjun á deginum.
 Þessir tveir eru alltaf í stuði og alltaf til í borða.

 Íslenskar pulsur eru vinsælar hjá lillunum mínum.

 Amerískar pönnukökur
1 Egg
1 1/2 tsk. Sykur
5 dl. Hveiti
3 tsk. Lyftiduft
1/2 tsk. Salt
3 msk. Smjör ( bráðið)
4 dl. Mjólk (Ef ykkur finnst deigið of þykkt þá bætið þið meiri mjólk út í)
1 tsk. Vanilla extract
1. Sigtið saman hveiti, lyftidufti og salt í skál.
 2. Bræðið smjör, leggið til hliðar og kælið.
3. Hrærið mjólk og eggjum saman í annarri skál.
4. Setjið mjólkurblönduna út í hveitiblönduna og hrærið vel saman. 
5. Bætið smjörinu saman við í nokkrum pörtum og hrærið vel á milli.
6. Bætið vanillu extractinu og sykrinum saman við í lokin.
Þá ætti deigið að vera tilbúið. 
Hitið smá smjör á pönnu og setjið smá deig á, bakið á báðum hliðum þar til þær eru orðnar gullinbrúnar (Nokkrar mínútur á hverri hlið).
Berið fram með ferskum berjum, sírópi eða súkkulaðisósu. 
Í raun með hverju sem er, ljúffengar og henta vel fyrir bröns.
 Insalata Caprese 
Forrétturinn í gærkvöldi var Insalata Caprese. Léttur ítalskur réttur, ég læt inn uppskrift af þessum indæla rétt sem allra fyrst. 
Við áttum afgang síðan í gær svo ég skar niður brauð, hitaði pönnu og steikti brauðið smávegis upp úr smá olíu. 
Ristað brauð, tómatar, ferskur mozzarella ostur, fersk basilika, salt, pipar og ólífuolía. 
Ótrúlega ferskt og gott.
 Hrökkbrauð með brie, beikoni, tómötum og basiliku.
Vanillu jógúrt, múslí og fersk ber.
Ég vona að þið eigið ljúfan dag. Við erum enn á náttfötunum og klukkan að verða fjögur. Sumir dagar eru einfaldlega huggulegri en aðrir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *