Súkkulaðibotnar
1 bolli = 2.5 dl
3 bollar hveiti
2 bollar sykur
4 egg
2 bollar AB mjólk
1 bolli bragðlítil olía
6 msk kakó
2 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Matarsódi
2 tsk. Vanilludropar
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C (blástur).
Blandið öllum hráefnum saman og hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið er orðið silkimjúkt.
Smyrjið tvö eða þrjú lausbotna form og skiptið deiginu niður í formin.
Bakið við 180°C í 20 –22 mínútur. Tíminn fer auðvitað eftir ofnum, eins og alltaf. Gott er að athuga baksturinn
með því að stinga prjóni í kökuna, prjóninn á að koma hreinn út og þá er kakan
klár.
Leyfið botnunum að kólna alveg áður en þið setjið á þá krem.
Klassískt og ómótstæðilegt smjörkrem.
- 500 g smjör
- 500 g flórsykur
- 150 g suðusúkkulaði
- 3 msk kakó
- 1 msk uppáhellt kaffi (má sleppa)
- 2 tsk vanilludropar
- 1 msk eggjarauða (má sleppa)
Aðferð:
- Þeytið saman smjör við stofuhita í 2-3 mínútur. Bætið flórsykrinum saman við og þeytið áfram í 3 mínútur. Munið að skafa meðfram hliðum einu sinni til tvisvar sinnum.
- Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði.
- Bætið vanilludropum, kakói og bræddu súkkulaði saman við og þeytið áfram í 2 mínútur.
- Gott er að setja kaffi en ef þið viljið ekki smá kaffibragð þá sleppið þið því.
- Bætið einni eggjarauðu saman við kremið í lokin og þeytið áfram í 2 mínútur.
- Smyrjið kremi jafnt á milli botnanna og þekjið kökuna svo með þessu gómsæta kremi.
Berið strax fram.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir