Sörur

Sörur eru ómissandi í desember og þær eru í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá mér og minni fjölskyldu. Ég byrja yfirleitt á því að baka þessar kökur fyrir jólin en það er svo gott að vera búin að því og geta fengið sér eina og eina í desember.  Það er einnig svo gott að eiga þær í frystinum og geymast þær mjög vel. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni sem ég geri alltaf fyrir jólin en uppskriftin er frá mömmu minni, þær eru aðeins grófari vegna þess að við notum heslihnetur í botninn en auðvitað má skipta þeim út fyrir möndlur.

Sörur

Botn:
  • 4 egg (eggjahvítur)
  • 230 g heslihnetur (eða möndlur)
  • 230 g flórsykur
Aðferð:
  1.  Hitið ofninn í 180°C. Hakkið heslihneturnar eða möndlurnar í matvinnsluvél.
  2. Stífþeytið eggjahvíturnar þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að
    hvíturnar renni úr.
  3. Blandið hnetunum og flórsykrinum varlega saman við
    eggjahvíturnar með sleikju. Mótið kökurnar með teskeið og setjið á pappírklædda
    ofnplötu. Bakið í 10 – 12 mínútur.

 

 Krem:
  • 4  egg (eggjarauður)
  • 1dl vatn
  • 130g sykur
  • 250g smjör, við stofuhita
  • 2– 3 msk kakó
  • ½tsk vanillusykur eða vanillu extract
  • 1msk sterkt uppáhellt kaffi
Aðferð:
  1. Þeytið eggjarauðurnar.
  2. Hitið vatn og sykur þar til það hitnar og verður að
    sírópi.
  3. Hellið sírópinu saman við eggjarauðurnar i mjórri bunu og haldið áfram að þeyta.
  4. Skerið smjörið í
    teninga og bætið út í.
  5. Næsta skref er að bæta kakó, vanillu og kaffi út í
    kremið.
  6. Þeytið í svolitla stund eða þar til kremið verður silkimjúkt. Það er
    ágætt að smakka sig til á þessu stigi.
  7.  Kælið kremið áður en þið setjið það á
    kökurnar. Gott er að sprauta kreminu á kökurnar með sprautupoka eða nota
    teskeiðar til þess að smyrja kreminu á þær. Það er algjört smekksatriði hversu
    mikið af kremi fer á kökurnar.
  8. Kælið kökurnar mjög vel, helst í frysti áður en
    kökurnar eru hjúpaðar.

 

Hjúpur
  • 300 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði

 

Aðferð:  Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Dýfið
kremhlutanum á sörunum ofan í súkkulaðið.
Gott er að geyma kökurnar í frysti, takið þær út með smá fyrirvara áður en þið berið þær fram.

 

xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.

 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *