Ég hef nú margoft tekið myndir af fallega matnum á Jómfrúnni og sagt ykkur frá því að við mamma og amma förum reglulega þangað þegar mamma er á landinu. Systir mín hún Maren kemur líka með okkur þegar að hún er heima, verst að hún var ekki með okkur í þetta sinn. Það hefði verið reglulega huggulegt.
Við fáum ekki nóg af þessum ljúffenga mat á Jómfrúnni og dönsku stemmningunni sem ríkir þar. Virkilega huggulegt og mæli ég innilega með því að þið farið þangað og smakkið dásamlegu smurbrauðin.
Ég reyni að vera dugleg að hitta fjölskylduna mína og vini í hádeginu. Það brýtur svo sannarlega upp daginn. Suma daga hefur maður ekki mikinn tíma en það þarf ekki að vera mikill tími til að knúsast, blaðra og fá sér eitthvað gott!
Smá blaður, góður matur og góður félagsskapur, bætir og kætir!
Góður kaffibolli eftir góða máltíð er nauðsyn.. og já einn súkkulaðibiti eða svo.
xxx
Eva Laufey Kjaran