Skemmtilegir tímar

Þess vika hefur verið ansi viðburðarrík. Ég skilaði af mér myndum fyrir bókina, svo nú er lítið eftir og það styttist óðum í að bókin komi út. Mikið hlakka ég til að sýna ykkur hana loksins. Svo tók ég upp matarinnslag fyrir Síðdegisútvarpið, ég hef verið á mánudögum undanfarnar vikur með eina uppskrift sem ég deili með hlustendum. Þið getið hlustað á upptökurnar hér. Í gær var mjög skemmtilegur dagur, ég stökk á fætur klukkan sex með fiðring í maganum. Við tókum upp fyrsta þáttinn „Í eldhúsinu hennar Evu“. Ég var svolítið stressuð fyrst um sinn eins og gengur og gerist þegar maður prófar eitthvað nýtt og er óvanur, en stressið var fljótt að hverfa þegar ég fór að dúllast í matnum og vonandi kemur þetta vel út:) 

Ég vona að helgin ykkar fari vel af stað, veðrið er nú ágætt og upplagt að skella sér í göngutúr og baka síðan eitthvað gott með kaffinu. 

Góða helgi kæru vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

  • Mikið eruð þið blómin hugguleg! Ég bíð spennt eftir bókinni þinni, systir mín er búin að lofa að gefa mér hana í jólagjöf 🙂 Ég hlakka líka mikið til að horfa á þættina þína. Til hamingju með þetta allt saman og gangi þér vel.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *