Seattle

Hæ ég heiti Eva og ég er með valkvíða. Svo finnst mér líka gott að borða, þið sjáið það mögulega á myndinni hér fyrir ofan.
Svona byrjaði ég daginn minn í Seattle.


 Seattle er ansi hugguleg borg. Uppáhaldið mitt í borginni er Public Market Center, þar gæti ég eytt mörgum tímum í að skoða og smakka mat. 

 Fyrir ári síðan þá keypti ég svo gott hvítlaukspasta svo ég varð að kaupa mér það aftur, í fyrra smakkaði ég líka hjá þeim súkkulaðipasta. Ég ákvað að kaupa mér einn pakka af súkkulaðipasta að þessu sinni, maður á að bera það fram með ís eða rjóma og ávöxtum.

Ég er svolítið spennt að smakka pasta með ís, hljómar ekkert sérlega vel en það er nauðsyn að prufa. Kannski er þetta ansi ljúffengt. Þið fáið að vita allt um það. 

 Síðasti starbucksinn í sumar.. 
Ég var að vinna með svo yndislegum konum sem gáfum mér svo sæta kveðjugjöf – kaffikrús og súkkulaði. Huggulegra verður það ekki. 
Mikið sem mér finnst þetta sumar hafa liðið hratt. Sumarið hefur þó verið ansi ljúft, ég hef ferðast mikið, borðað góðan mat, notið þess að sóla mig og haft það huggulegt með fjölskyldu og vinum. 
Sumarvinnan spilar stóran þátt í því hvað sumarið hefur verið gott, það hefur verið tilhlökkun að mæta í hvert flug. En það er nú ekkert svo langt í næsta sumar 😉
Ég vona að þið hafið haft það ansi gott í sumar kæru lesendur
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *