Uppskriftin kemur hér. ca. 20 vanillubollakökur.
226 gr. Mjúkt smjör
450 gr. Sykur
5 Egg
330 gr. Hveiti
4 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Salt
3 dl. Rjómi
2 msk. Vanilla extract (eða vanilludropar)
Fræ úr einni vanillustöng
Aðferð:
Smjör og sykur sett í hrærivélaskál og hrært vel saman í ca. 3- 4 mínútur þar til deigið er létt og ljóst. Egg sett út í , eitt og eitt í einu og hrært vel á milli. Takið ykkur aðra skál og blandið þurrefnum saman, mér finnst svo best að sigta deigið saman við blönduna og hræra lauslega með sleif áður en að ég læt hrærivélina sjá um málið. Að lokum er rjómanum, fræjum úr vanillustönginni og vanilla extract blandið vel saman við en mjög varlega.
Ég klippti niður bökunarpappír og notaði sem form. Mjög rómantískt og gamaldags að mínu mati 🙂
Inn í ofn við 160°C í 20 – 25 mínútur.
Mér finnst bollakökurnar ljúffengar með hvítsúkkulaðikremi, uppskriftina finnur þú hér
Mikilvægt að kæla bollakökurnar vel áður en að við setjum kremið á.
Valentínusardagurinn.
Ég ætla að eyða rómantískum degi með skólabókunum. Ætla þó að elda eitthvað gott og hafa það huggulegt með manni mínum í kvöld.
Ég vona að þið eigið ljúfan dag
xxx
Eva Laufey Kjaran