Mér finnst mjög gaman að dúllast í horninu hennar Ingibjargar Rósu. Ég var að vísu búin að hengja upp kjóla og skreyta hornið hennar þegar hún var enn í bumbunni. Þó hún hafi ekki vit á þessu blessunin þá er voða gaman að gera fínt í kringum hana. Hér eru nokkrar myndir af horninu hennar.
Vinkona mín hún Emilía Ottesen tók þessar fallegu myndir af henni þegar hún var tveggja vikna.
Kjólarnir hennar eru veggjaskrautið. Ég keypti þessi fallegu box í Söstrene Grene.
Systir ömmu minnar gerði þessa fallegu skó handa henni. Þeir eru algjört listaverk.
Þessir litlu fallegu kjólar eru að sjálfsögðu ekki inn í skáp. Of fallegir til þess. Hún er búin að fá svo marga fína kjóla í gjöf og ég hlakka til þegar hún passar í þessa.
Uglan hennar sem hún er svo hrifin af, spiladós sem spilar róandi tóna.
Hér er snudduþjálfun.. einmitt. Við erum líklega búin að kaupa allar tegundir en daman er ekkert hrifin af þessu. 😉
Þessi þvottakarfa er algjör dásemd. Mjög þægileg og svo er hún líka falleg. Hún fæst hér.
Prinsessan á bauninni. Hún verður þriggja mánaða í næstu viku. Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram og hún stækkar svo hratt.
xxx
Eva Laufey K. Hermannsdóttir