Mig langar svo hrikalega oft í eitthvað gott þegar að ég kem heim úr skólanum en vil þó ekki detta í brauðsukkerí.. og því eru þessar pönnsur hrikalega góðar. Einfaldar – fljótlegar. Allt sem að svöng skólabörn elska. Og var ég búin að minnast á það hvað þær eru í hollari kantinum?
Uppskrift.
1x bolli Haframjöl
1x bolli létt AB-mjólk
1x eggjahvíta
1/4 x bolli af speltmjöli
2.msk af olíu (kókos)
1. tsk Vínsteinslyftiduft
og margar tsk. af kanil
Þessu er blandað vel saman og svo beint á pönnuna, ég nota kókosolíu til þess að steikja þær.
Ég skar niður epli og lét þau í skál. Bætti við 1 tsk af kanil og 1 tsk af agavesírópí. Lét eplin síðan á pönnu ásamt nokkrum kókosflögum. Ansi bragðgott og ljúft með pönnukökunum.
Mjög fín orka fyrir lærdóminn 🙂