Pizza pizza

 Sólríkur dagur í Noregi í dag. Við ákváðum að halda pizzu veislu í kvöld þar sem ég fer nú heim til Íslands á morgun. Ég baka alltaf þennan pizzubotn, hann er ótrúlega einfaldur og góður.

Ég gerði mér pizzu sem ég smakkaði á veitingastaðnum sem ég vann á í Oxford fyrir tveimur árum. Pizza di’capria. Ofan á pizzuna fer meðal annars geitaostur, ég smakkaði þann ost fyrst í Bretlandi og mikil ósköp sem hann er góður. Bragðmikill og er dásamlegur með ferskum aspas, sjálf er ég ekki mikið fyrir mjög sterka osta, en geitaostur er svakalega bragðmikill en mildur í senn, ljómandi góður ostur.

Ferskur aspas, ég sýð hann í saltvatni í fjórar mínútur, þerra hann vel og læt ofan á pizzuna áður en hún fer inn í ofninn.
Geitaosturinn ljúfi

Pizza di’capria
Pizzabotn, sósa, rifinn mozzarellaostur, rauðlaukur, geitaostur og aspas.
Pizza sósa
1/2 laukur
1 hvítlaukur
2 msk ólífuolía
2 dósir saxaðir tómatar
1 tsk basilika
1/2 tsk oreganó
salt og pipar eftir smekk
1 tsk agave síróp
Mýkið lauk og hvítlauk í olíu á
pönnu við vægan hita, bætið niðursoðnum tómötum við. Látið
malla í nokkrar mínútur, bætið síðan  salti og pipar saman
við. Að lokum fer  basilika,oreganó og agave síróp saman við. Leyfið þessu að malla í smá stund og setjið síðan allt saman í matvinnsluvél, þess þarf auðvitað ekki ef þið viljið hafa sósuna grófa.

Litlu prinsarnir vildu öðruvísi pizzu en við mamma.

Pizza Parma

1 pizzubotn
sósa
mozzarellaostur
hvítlauksolía
klettasalat
kirsuberjatómatar
ferskur parmesan

Fyrst er að setja sósu á pizzabotninn og smá mozzarella ost yfir. Síðan inn í ofn í 10 – 15 mínútur. Þá er botninn klár og þá er hægt að raða klettasalatinu, hráskinkunni og kirsuberjatómötum á pizzuna. Rífið svo duglega af parmesan osti yfir og hellið einnig duglega af hvítlauksolíunni yfir pizzuna, auðvitað fer magnið eftir smekk. 

Ljúffengar pizzur á góðu laugardagskvöldi.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

  • Marrying a foreigner has always been virtually taboo and, although it could well serve as
    an enterprise device OR a personal device, but we'll have to start somewhere if we want to engage with. Why sexcam yes, yes it is another Windows Phone 7 device on AT&T at launch, we think we can give you the answers you seek — so read on!

    Here is my web blog :: sex chat

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *