- Hráefni
- 500 g sykur
- 280 g smjör, við stofuhita
- 6 egg við stofuhita
- 500 g hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 4 dl rjómi
- 4 tsk vanilludropar
- 2,5 tsk kanill
- 1 tsk malaður negull
- 1 tsk hvítur pipar
- 1 tsk engifer krydd
Aðferð:
- Forhitið ofninn í 180°C.
- Þeytið saman smjör og sykur í um það bil þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli.
- Sigtið saman hveiti og lyftiduft, bætið hveitiblöndunni, vanillu, rjómanum og kryddum saman við eggjablönduna og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður silkimjúk.
- Smyrjið þrjú jafn stór kökuform og skiptið deiginu jafnt á milli. Bakið kökubotnanna við 180°C í 35-37 mínútur.
- Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær krem.
Karamellukrem
- 500 g smjör, við stofuhita
- 800 – 900 g flórsykur
- 1,5 – 2 dl söltuð karamellusósa
- Piparkökumulningur
- Rósmarín greinar
- Piparkökur
- Flórsykur (sem snjór)
- Fersk ber að eigin vali til dæmis hindber.
Aðferð:
- Þeytið smjör og flórsykur saman í nokkrar mínútur, því lengur sem þið hrærið
kremið því betri áferð verður á því. - Bætið karamellusósu út í og þeytið áfram þar til kremið er silkimjúkt.
- Smyrjið smá karamellusósu á milli botnanna og svo fer karamellukremið. Fyrsta umferðin má vera svolítið gróf og svo er kakan kæld í klukkustund síðan fer næsta umferð af kremi yfir alla kökuna.
- Skreytið kökuna gjarnan með rósmarín greinum, piparkökumulningi, piparkökum og svolítið af flórsykri.
Söltuð karamellusósa
- 150 g sykur
- 4 msk smjör
- 1 dl rjómi
- Sjávarsalt á hnífsoddi
Aðferð:
- Bræðið sykur á pönnu við vægan hita, best að hafa alls ekki háan hita og fara hægt af stað.
- Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við í nokkrum skömmtum.
- Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er orðin þykk og fín.
- Í lokin bætið þið saltinu saman við.
- Leyfið sósunni að kólna alveg áður en þið bætið henni saman við kremið.
Þið finnið aðferðina á Instagram og þið finnið mig þar undir evalaufeykjaran.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir