Þetta er langt frá því að vera jólaleg uppskrift en hún á samt sem áður vel við þessa dagana þegar flestir eru á ferð og flugi að undirbúa jólin og lítill tími gefst fyrir matargerð en allir eru á því að vilja njóta.. þá er gott að eiga eina svona uppskrift sem mun svo sannarlega slá í gegn hjá öllum í fjölskyldunni. Tilvalið sem einfaldur kvöldmatur eða þá sem snarl með vinum, með einum öl eða svo. 🙂
Ofnbakað Doritos með kjúkling og rjómaosti
Hráefni
- 1 poki Doritos (ég notaði appelsínugulan)
- 300 g eldað kjúklingakjöt, bragðsterkt
- 1 dl gular baunir
- 1 rauð paprika
- 5-6 msk hreinn rjómaostur
- 100 g rifinn ostur
- kóríander, magn eftir smekk
- salsa sósa
- sýrður rjómi
Aðferð:
Steikið kjúklingakjötið eða notið foreldað kjúklingakjöt, kryddið kjúklinginn til með papriku, cumin, salti og pipar. Skerið paprikuna í litla bita og steikið upp úr olíu.
Raðið Doritos flögum á pönnu sem þolir að fara inn í ofn eða í eldfast mót, setjið kjúklingakjötið, paprikuna og gulu baunirnar ofan á snakkið. Dreifið rjómaostinum yfir og bakið í ofni við 200°C þar til snakkið verður gullinbrúnt og osturinn bráðnaður.
Saxið niður kóríander og dreifið yfir ásamt salsasósu og sýrðum rjóma. Berið strax fram og njótið vel!
Ég gjörsamlega elska þetta!
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.