Ofnbakað Doritos með kjúkling og rjómaosti

img_9901

Þetta er langt frá því að vera jólaleg uppskrift en hún á samt sem áður vel við þessa dagana þegar flestir eru á ferð og flugi að undirbúa jólin og lítill tími gefst fyrir matargerð en allir eru á því að vilja njóta.. þá er gott að eiga eina svona uppskrift sem mun svo sannarlega slá í gegn hjá öllum í fjölskyldunni. Tilvalið sem einfaldur kvöldmatur eða þá sem snarl með vinum, með einum öl eða svo. 🙂

img_9905

Ofnbakað Doritos með kjúkling og rjómaosti

Hráefni

  • 1 poki Doritos (ég notaði appelsínugulan)
  • 300 g eldað kjúklingakjöt, bragðsterkt
  • 1 dl gular baunir
  • 1 rauð paprika
  • 5-6 msk hreinn rjómaostur
  • 100 g rifinn ostur
  • kóríander, magn eftir smekk
  • salsa sósa
  • sýrður rjómi

Aðferð:

Steikið kjúklingakjötið eða notið foreldað kjúklingakjöt, kryddið kjúklinginn til með papriku, cumin, salti og pipar. Skerið paprikuna í litla bita og steikið upp úr olíu.

Raðið Doritos flögum á pönnu sem þolir að fara inn í ofn eða í eldfast mót, setjið kjúklingakjötið, paprikuna og gulu baunirnar ofan á snakkið. Dreifið rjómaostinum yfir og bakið í ofni við  200°C þar til snakkið verður gullinbrúnt og osturinn bráðnaður.

Saxið niður kóríander og dreifið yfir ásamt salsasósu og sýrðum rjóma. Berið strax fram og njótið vel!

img_9909img_9913img_9925img_9926

Ég gjörsamlega elska þetta!

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

unknown-1Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *