Noregsferð

Í morgun þá var loksins komið að deginum sem ég var búin að bíða ansi lengi eftir. Um fimmleytið í morgun þá lögðum við Aldís af stað til Keflavíkur og þaðan til Noregs til systur minnar. Hún vissi ekki af því að ég væri að koma svo það var ansi skemmtilegt að koma henni á óvart. Það var heimsins best að hitta hana og hennar prinsa, jesús hvað ég hef saknað þeirra. Næstu dagar verða sumsé æði.

Beðið eftir vélinni til Stavanger.
 Aldís Birna stóð sig ansi vel og plataði systur mína upp úr skónum.
 Fátt betra en að hitta elsku Mareni mína. 
Nú er það sushi og spjall. Ég vona að þið eigið gott kvöld elsku vinir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *