Nauta Carpaccio með piparrótarsósu

Nauta carpaccio með piparrótarsósu

Fyrir 4

  • 400 g nautalund
  • 1 msk góð ólífuolía
  • Salt og pipar
  • 150 g klettasalat
  • 1 sítróna
  • Parmesan ostur, magn eftir smekk

Aðferð:

  1. Hreinsið nautalundina mjög vel og skerið í eins þunnar sneiðar og þið getið. (það er gott ráð að setja lundina í frysti í 30 – 40 mínútur áður, en með því er enn betra að skera kjötið þunnt niður).
  2. Stráið salti og pipar yfir kjötið, dreipið góðri ólífuolíu yfir og kreistið smá sítrónusafa yfir kjötið í lokin.
  3. Ristið furuhnetur á pönnu.
  4. Skolið og þerrið klettasalat, leggið salatið yfir kjötið.
  5. Rífið niður parmesan osti og nóg af honum.
  6. Í lokin sprautið þið piparrótarsósunni á diskana eða mótið fallegar kúlur með teskeiðum. Berið strax fram og njótið!

Piparrótarsósa

  • 3 dl sýrður rjómi
  • Salt og pipar
  • 3 tsk piparrótarmauk
  • 1 msk sítrónusafi

Aðferð:

  1. Blandið sýrða rjómanum og piparrótinu saman.
  2. Kryddið til með salti og pipar og blandið sítrónusafanum út í.
  3. Setjið nokkrar skeiðar ofan nautakjötið og berið strax fram.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *