Ég hélt mitt fyrsta bollakökunámskeið í vikunni og það var sérlega skemmtilegt. Enda er ekkert huggulegra en bakstur, svo það var ansi ljúft að eyða baksturskvöldi með flottum konum á Akranesi. Hver og ein bakaði og skreytti sínar bollakökur, ég sýndi nokkrar einfaldar skreytingar og sýndi einnig hvernig maður býr til sykurmassaskraut. Þessar myndir tók Edit vinkona mín sem er algjör ljósmyndasnillingur.
Skraut og fínerí. Ég fékk ótrúlega góðar vörur hjá www.mommur.is. Þar er hægt að fá matarliti, sykurmassa, kökuskraut, kökustúta og margt fleira. Ég mæli með þeirri vefverslun ef þið þurfið að fjárfesta í bakstursáhöldum og skrauti.
Bollakökuskreytingar. Ég nota 1 M og 2 D þegar ég skreyti bollakökur, hægt er að kaupa þá stúta hjá www.mommur.is
Ég var búin að baka súkkulaðiköku sem við gæddum okkur á meðan við skreyttum kökurnar.
Kökurnar voru hver annarri glæsilegri hjá stelpunum.
Ég var ótrúlega sátt og sæl með námskeiðið. Ég stefni að því að halda fleiri námskeið og þið fáið auðvitað að vita þegar næsta námskeið liggur fyrir.
xxx
Eva Laufey Kjaran