Morgunstund gefur gull í mund
Það skiptir ótrúlega miklu máli hvernig við förum af stað á morgnana, það segir nánast alveg til um dagsformið hjá okkur. Ég elska morgna þegar að ég þarf ekki að borða,klæða, sjæna mig í hvelli. Þá verð ég hrikalega stressuð og tek stressið með mér út í daginn.
Að vakna of seint.. er það leiðinlegasta sem kemur fyrir mig. Dagurinn verður öfugsnúinn, sérlega ef maður sefur yfir sig í vinnu, tíma osfv. Hræðilega pirrandi.
Ég ELSKA dúllu morgna, þegar að ég get borðað hafragrautinn minn í ró og næði, lesið blöðin, drukkið góðan safa og gott kaffi og dúllerast fram eftir öllu.
Ég fékk fyrstu flugskrána í gær fyrir júnímánuð. Fer m.a. til New York og Seattle. Gisti þar og fæ loksins að fara til Bandaríkjanna. Hef aldrei komið þangað, þannig það verður mikil upplifun.
Ég er allavega mjög spennt fyrir sumrinu. Hef góða tilfinningu fyrir þessu. :o)
Njótið helgarinnar – því það ætla ég svo sannarlega að gera.