Matargleði Evu. Fjórði þáttur, dögurður.

Dögurður eða brunch er
fullkomin máltíð sem sameinar bæði morgunmat, hádegismat og í flestum tilvikum
ljúfar samverustundir með fjölskyldu og vinum. Hér koma uppskriftir að gómsætum réttum sem ég bjó til í matreiðsluþætti mínum á Stöð 2, Matargleði Evu sem eru sýndir á fimmtudagskvöldum kl 20.10.

Amerískar
pönnukökur

5 dl.
hveiti 
3 tsk.
lyftiduft
1/2 tsk.
salt 
2 Egg
4 dl. AB
mjólk
2 -3
 dl. mjólk 
3 msk. smjör
(brætt) 
1 tsk.
vanilla extract eða vanillusykur
1 msk.
sykur 
Aðferð:
Sigtið
hveiti, lyftiduft og salt saman. Bræðið smjör og leggið til hliðar. Pískið egg
og mjók saman í skál. Hellið eggjablöndunni saman við hveitið, bætið smjörinu
einnig saman við og hrærið vel í með sleif. Bætið ab mjólkinni út í og hrærið
þar til þið eruð ánægð með þykktina á deiginu. Í lokin er ágætt að bæta smá
sykri út í deigið. Setjið plastfilmu yfir skálina og leyfið deiginu að standa í
kæli í lágmark 30 mínútur áður en þið steikið pönnukökurnar.
Pönnukökurnar
eru síðan steiktar upp úr smjöri á pönnu í nokkrar mínútur, ca. 2 mínútur á
hvorri hlið. Þegar loftbólur myndast í deigið þá eigið þið að snúa þeim við.
Þetta er
frábær grunnuppskrift að pönnukökum en stundum bæti ég eplum, bláberjum,
bönunum eða súkkulaðispænum út í deigið. Prófið ykkur áfram með það hráefni sem
ykkur finnst gott… pönnukökur eru einfaldlega ljúffengar!

Bláberjasíróp

3
dl appelsínusafi
3
dl sykur
3
dl bláber, fersk eða frosin
safi
og börkur af einni sítrónu
Aðferð:
Hitið
sykur og appelsínusafa í potti, þegar sykurinn er bráðnaður og þetta lítur út
eins og síróp má bæta bláberjum, sítrónuberki og safa út í pottinn og hræra vel
í blöndunni. Leyfið bláberjasírópinu að malla við vægan hita í 30 – 40 mínútur.
Morgunverðarkartöflubaka með Chorizo pylsu
1 msk
ólífuolía
2 stórir
laukar, smátt skornir
200 gr chorizo
pylsa, smátt skorin 
1 rauð
paprika
2
hvítlauksrif, marin
4
bökunarkartöflur, skornar í teninga
salt og
nýmalaður pipar
4 – 5 egg
fersk
steinselja
Hitið ofninn
i 180°. Hitið olíu á  pönnu og steikið
laukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið chorizo pylsunni,
paprikunni og hvítlauknum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið
kartöfluteningum saman við og kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna í
eldfast mót þegar kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Brjótið eggin yfir og bakið
við 180°C í ca. 10 mínútur eða þar til eggin eru fullelduð. Þegar kartöflubakan
kemur út úr ofninum er gott að saxa niður ferska steinselju og strá yfir
réttinn
Ávaxtabakki er alltaf góð hugmyndir, ávextir eru bæði ótrúlega góðir og algjört augnayndi. Ég skar niður mína eftirlætis ávexti sem eru melóna, ananas, kíví, jarðarber og bláber. 

Granóla, grískt jógúrt, fersk bláber og hunang fara einstaklega vel saman. Hér finnið þið uppskrift að gómsætu granóla.

Ég vona að þið njótið vel. 
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *