Mangó Chutney Kjúklingur

Þessi einstaklegi ljúffengi kjúklingarétti kemur úr safni móður minnar sem er algjör meistarakokkur og þessi réttur er mjög vinsæll á mínu heimili. Þið eigið eftir að gera hann aftur og aftur, ég lofa!

Hér kemur uppskriftin, hún miðast við fjóra til fimm manns. 
  • Olía
  • 800 g kjúklingakjöt
  • 2 dl mangó chutney
  • 250 ml rjómi
  • 1- 2 msk karrý
  • 1 tsk sítrónupipar
  • 1/2 kjúklingateningur
  • Salt og pipar, magn eftir smekk
Aðferð
 
Hitið olíu á pönnu, setjið karrý á pönnuna og leyfið því að hitna. Steikið kjúklingakjötið á pönnunni í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til bitarnir brúnist vel. Leggið kjúklingabitana í eldfast form og útbúið því næst sósuna.
Hellið 250 ml af rjóma og 2 dl af mangó chutney í pott og hitið við vægan hita, kryddið til með karrý, sítrónupipar, kjúklingakrafti, salti og pipar. Hrærið vel í sósunni og þegar hún hefur náð suðu þá hellið þið sósunni yfir kjúklingakjötið og setjið inn í ofn við 180°C í 35 mínútur.
Berið kjúklinginn gjarnan fram með hrísgrjónum og fersku salati.
 
 

 

 

 

 

 

 

Endilega deildu með vinum :)

4 comments

  • Girnilegt! Ma eg spyrja hvada olïu notar tú í svona? Og bara yfirleitt til ad elda svona mat:)?
    Áslaug

  • Prófaði þennan rétt og hann verður gerður aftur! allir á heimilinu elskuðu þetta 🙂 takk kærlega fyrir! Bíð spennt eftir næstu uppskrift!

  • Ég hef eldað svolítið svipaðan rétt nema ég set líka í hann svona heinz tomato chili sósu. Það er geðveikt.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *