Lax í æðislegri rjómasósu með sólþurrkuðum tómötum og döðlum

Lax í rjómasósu með döðlum og sólþurrkuðum tómötum

  • 500 – 600 g lax, beinhreinsaður
  • olía til steikingar + smá smjörklípa
  • 1 1/2 dl smátt skorinn blaðlaukur
  • 10 döðlur, mjúkar og smátt skornar
  • 10 sólþurrkaðir tómatar, smátt skornir
  • 1/2 tsk. timían
  • salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk
  • 2 – 3 dl rjómi.
Aðferð:
  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Hitið olíu  á pönnu, skerið laxinn í jafn stóra bita og steikið á hvorri hlið í tvær mínútur. (byrjið á því að steikja laxinn á roðhliðinni)
  3. Kryddið laxinn með timían, salti og pipar. Bætið vænni smjörklípu út á pönnuna rétt í lokin.
  4. Setjið laxinn í eldfast mót og byrjið að undirbúa sósuna.
  5. Skerið blaðlauk, döðlur og sólþurrkaða tómata afar smátt og steikið upp úr olíu í smá stund, hellið rjómanum saman við og kryddið með salti og pipar. Leyfið sósunni að malla svolítið og hellið henni yfir laxinn. Setjið fiskréttinn inn í ofn við 180°C í 10 mínútur.
 Berið fiskinn fram með glænýjum kartöflum, nóg af smjöri og fersku salati!

 

 

 

xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *