Lífið Instagrammað

 1. Veðrið er orðið mjög fínt og þá er sko í lagi að færa sig út til þess að skrifa bókina mína. 
2. Langisandur fallegur.
 3. Er komin á mjög gott skrið með bókina og hún er farin að taka á sig ágæta mynd.
4. Fór á myndlistarsýningu hjá hæfileikaríku vinkonu minni henni Veru Líndal. 
 5. Bakaði bláar og fallegar makrónur um helgina, uppskriftin kemur inn á bloggið í vikunni. 
 6. Mexíkósk grillveisla í Gestgjafanum sem ég sá um, mæli með grillblaði Gestgjafans. 
7. Bleikar og sætar bollakökur á leið í ferðalag. 
 8. Í gær bjó ég til fimm ljúffeng salöt fyrir næsta tölublað Gestgjafans, mjög skemmtilegt verkefni og nú er ég á fullu að skipuleggja salatþáttinn fyrir bókina mína. 
9. Fallegi bleiki kökudiskurinn sem mamma gaf mér þegar þau komu heim áðan, miiiikið sem það er gott að hafa þau heima. 
Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér og ég hef ekki haft mikinn tíma til þess að blogga og það þykir mér mjög leiðinlegt. Ég ætla að deila með ykkur nokkrum uppskriftum í vikunni og vonandi næ ég að setja inn eina í fyrramálið. 
Á meðan að það er lítil hreyfing á blogginu þá getið þið auðvitað fylgst með mér á Instagram, ég læt inn mikið af myndum og ykkur er guð velkomið að fylgjast með. Þið finnið mig undir evalaufeykjaran
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

3 comments

Leave a Reply to Vera Líndal - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *