Já, það er sko komið haust og kuldinn svo sannarlega farinn að segja til sín. Ég er kuldaskræfa og kann lítið að meta kulda, þó það sé vissulega kósí að vera inni á kvöldin með kveikt á kertaljósum þá er minna kósí að hlaupa út í bíl á morgnana. Ó jæja, ég ætla nú ekki að röfla um veðrið við ykkur. Dagurinn í dag hefur verið frekar skemmtilegur, fór á þrjá fundi sem voru allir voðalega góðir. Bókin farin að taka á sig skemmtilega mynd, mikið hlakka ég til að þess að sýna ykkur bókina loksins!. Tökur hefjast fljótlega á þáttunum og snillingurinn hún Andrea sem er að hanna nýtt útlit fyrir bloggið er komin á gott skrið. Ég endaði daginn í Reykjavík á því að fara út að borða með vinkonu minni henni Guðrúnu Selmu sem er að flytja til Kaupmannahafnar í vikunni. Mikið sem það var ljúft og ég á nú eftir að sakna hennar heil ósköp. Mánudagar geta svo sannarlega verið skemmtilegir ef við bara gerum þá skemmtilega, við gleymum bara þessum kulda.
Hér eru nokkrar myndir af Instagram, þar er ég voða dugleg að setja inn myndir og ykkur er velkomið að fylgjast með mér þar. Þið finnið mig undir evalaufeykjaran.
1. Það er sko enn sumar í Washington, ég og Vilhjálmur fórum á Kajak í góða veðrinu.
2. Keypti mér fallegan kjól í Ellu.
3. Þegar mamma er heima þá er veisla á hverju kvöldi. Namminamm
4. Búið að sjæna fyrir myndatöku, Tara frænka mín er snilli.
5. Ég var að vinna í forrétta kaflanum í bókinni minni í síðustu viku.
6. Forsíða Lífsins, hressandi rjómabollumynd. haha.
7. Ný bók, gott rauðvín og súkkulaði. Svona sigrar maður leiðinlega veðrið.
8. Ég naut mín í Boston um helgina með yndislegri vinkonu.
9. Allt að gerast. Það er ekki langt í bókina mína, Matargleði Evu….
Ég vona að þið eigið góða viku framundan kæru vinir, ég verð að koma mér í háttinn. Flug eldsnemma í morgunsárið. Góða nótt.
xxx
Eva Laufey Kjaran