Lestur og heitt súkkulaði

Aðeins tólf dagar í blessuð prófin og svona er útsýnið mitt þetta miðvikudagskvöldið. Núna er ég búin að skipuleggja dagana fram að prófum og flokka námsefnið, þannig nú má fjörið hefjast. Ég reyni að hafa huggulegt í kringum mig á meðan að ég læri,  kveiki á kertum, hlusta á jólalög, fæ mér heitt súkkulaði og kaffi til skiptis, svo auðvitað stelst ég í baksturinn. Jólabaksturinn er algjör nauðsyn fyrir mig, þá næ ég að dreifa huganum og stressið minnkar töluvert. Það eina sem skiptir þá máli í eitt augnablik er hversu mikið af sykri, smjöri og hveiti ég þarf að nota í kökurnar. Svo er nú ekkert betra en nýbakaðar smákökur með lestrinum. 
Núna sit ég hér inni með kertaljós mér við hlið, ég er að hlusta á jólalög og er að glósa. Virkilega notalegt. Ég er búin að dreyma  um heitt súkkulaði með piparmyntu í nokkra daga  og ég held að kvöldið í kvöld verði kvöldið sem ég fæ mér þetta dásamlega súkkulaði. Göngutúr og heitt súkkulaði, það hljomar vel sem ágætis hressing. 
Ég vona að þið eigið ljúft kvöld framundan 
xxx
Eva Laufey Kjaran 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *