Lánsöm stúlka

Ég er heppin, ekki afþví ég drekk leppin heldur á ég svo yndislega fjölskyldu og vini. Væmni dagur mánaðarins er í dag… Ég á risastóra fjölskyldu, heldur flókin en ég kann meir og meir að meta það á degi hverjum að eiga allt þetta fólk í kringum mig. (ekki það að ég hafi ekki metið það áður).. þá er ég heldur að átta mig smátt og smátt á því hvað þetta er ljúft. Ég er náttúrlega að verða eldri og vitrari 😉

Ég á yndislega foreldra og systkin. Ég hef ekki alist upp með þeim öllum en finn það svo sannarlega að ég þetta fólk er mitt fólk. Þetta er flókið – en þarf samt ekki að vera flókið. Þessi tími hér á jörðu er of stuttur til þess að gera þetta of flókið, maður verður bara að þakka fyrir það sem maður hefur og gera gott úr því sem manni er gefið.

Flókið? Ég er kannski búin að segja það of oft. Það er flókið að skrifa svona niður – en hollt svo höfuðið springi ekki af flóknum hugsunum.

Reyndi að vera pæja í dag – besta pæjumyndin. Þarf líkast til að pæja mig meira upp fyrir næstu myndatökur.


Passaði þessi krútt í kvöld

Allan sem er allt í einu orðinn fullorðinn

Þessir tveir léku á alls oddi – Kristían bætti einum karakter inn í rauðhettu. „Æi Eyja sko svo kemur góður strákur sem að syngur lag með Justini Bíbeeer“

Svo tóku þeir lagasyrpu með Biebernum – það er sko ótrúlega að fylgjast með þeim! Þeir kunna textann! Sem er líkast til ótrúlegt en samt ekki – þeir hafa erft sönghæfileikana frá mér.

…Annars eyddi ég þessum sólríka degi í sundi og með famelíunni minni. Ég og amma mín yndislega sáum um að passa krúttin. Það var stuð! Á morgun er svo síðasta flugið í þessum mánuði – stutt flug. Amsterdam it is!

Endilega deildu með vinum :)

3 comments

 • Það hafa allir gott af því að lesa bloggið þitt!!!
  Ég allavega verð alltaf svo hress og kát og bjartsýn þegar ég les 🙂

  kv. Rut R. í fallega Grundarfirðinum 😉

 • Þú ert yndisleg Evan mín 🙂
  Takk fyrir að skrifa og setja inn myndir svo ég geti fylgst með þér úr fjarlægð!
  Knús frá mér,
  Björg í Ameríku

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *