Kristín Rannveig Haraldsdóttir

Þann áttunda september kom þessi draumadís í heiminn með hraði og við erum ástfangin upp fyrir haus af stelpunum okkar (trúi því varla að ég eigi börn í fleirtölu!). Hún hefur verið nefnd Kristín Rannveig Haraldsdóttir í höfuðið á langömmum sínum. Ingibjörg Rósa er yfir sig spennt að vera orðin stóra systir og við trúum því varla hvað hún er dugleg. Dagarnir eru heldur betur notalegir hér heima og við njótum þess að kynnast. Annars ætlaði ég bara rétt að kíkja hingað inn og segja ykkur frá nýju dásemdinni okkar. Hlakka til að deila með ykkur nóg af uppskriftum í orlofinu – þarf að byrja á því að deila með ykkur uppskrift að pekan-pæinu sem ég bakaði daginn áður en hún fæddist, ég vil meina að kakan hafi komið mér af stað 😉

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *