KRÆKLINGUR Í HVÍTVÍNSRJÓMASÓSU
Hráefni:
• 800 g kræklingur
• 1 laukur
• 3 hvítlauksrif
• ½ rautt chili
• 3 msk smjör
• 2 dl hvítvín
• 2 dl rjómi
• 2 msk smátt söxuð steinselja
• 2 msk smátt saxaður kóríander
• Safi úr einni sítrónu
Aðferð:
1. Skolið kræklinginn afar vel, hendið opinni eða skemmdri skel. Þið getið athugað hvort skelin sé lifandi með því að banka aðeins í hana ef hún er smávegis opin, ef hún lokar sér er hún lifandi og þá má borða hana.
2. Hitið smjör á pönnu, skerið niður lauk, hvítlauk og chili mjög smátt og steikið upp úr smjörinu þar til laukarnir eru mjúkir í gegn.
3. Hellið kræklingum út á pönnuna og steikið í smá stund, eða þar til skeljarnar fara að opna sig.
4. Bætið hvítvíni út á pönnuna og leyfið því að sjóða niður, því næst fer síðan rjómin og skvetta af sítrónusafa.
5. Kryddið til með salti og pipar.
6. Saxið niður ferskan kóríander og steinselju, stráið yfir réttinn. Hrærið öllu vel saman og berið fram á fallegu fati með sítrónubátum.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.