Konfektveisla og súkkulaðiást.

Á fimmtudaginn þó fór ég í dásamlega konfektveislu hjá Nóa Síríusi. Súkkulaðiveislan var virkilega ljúffeng, ég fór með vinkonu minni og við nutum þess að smakka allskyns súkkulaði.
Konfektkassarnir fyrir árið 2012 voru afhjúpaðir og  eru þeir mjög fallegir. 
Ég tengi konfektið frá Nóa alltaf við jólin, á mínu heimili hefur alltaf verið keypt Nóa konfekt fyrir jólin. Uppáhalds konfektmolinn minn er með marsípani.

Ég get ekki beðið eftir jólunum, ég hlakka svo til. Á aðfangadagskvöld er konfektskálin hennar mömmu fyllt með Nóa konfekti, fjölskyldan kemur sér fyrir í sófanum og því næst er farið í að opna pakkana. 
Sumsé eingöngu sæluminningar tengdar þessu ljúffenga konfekti. 
Allir gestir voru leystir út með veglegum gjöfum, Nóa konfekti og glæsilegri bók, Súkkulaðiást. 
Bókin er virkilega vönduð og flott, ég hlakka til að prufa uppskriftir úr henni. 
Ég naut þess í dag að fá mér gott kaffi, marsípan mola og fletta í gegnum þessa girnilegu bók. 
Mikið verður gott að njóta þess enn frekar í jólafríinu. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *