Kjúklinga enchiladas

Taco tuesday er orðinn vinsæll liður hér á heimilinu og í gær fengum við mjög góða gesti í mat og að sjálfsögðu þá var mexíkóskt þema.

Hér er uppskriftin að sumarlegu og ljúffengu kjúklinga enchiladas með mexíkóosti. Virkilega ljúffengt!

Fyrir 4 – 6

  • Ólífuolía
  • 1 laukur
  • 1 rauð paprika
  • 1 græn paprika
  • 2 hvítlauksrif
  • Salt og pipar
  • Enchiladas kryddblanda (hægt að kaupa í pokum)
  • 8 úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 mexíkóostur
  • 2 dl rifinn ostur
  • Tortilla vefjur
  • Salsa sósa, magn eftir smekk
  • Fetaostur, magn eftir smekk
  • Kóríander, magn eftir smekk
  • Ferskt salsa, uppskrift hér að neðan

Aðferð:

  1.  Hitið ofninn í 180°C.
  2. Skerið papriku, lauk og hvítlauk niður og setjið í eldfast mót. Hellið smávegis af olíu yfir og kryddið með salti.
  3. Setjið kjúklingalærin í skál, hellið olíu yfir og kryddið með enchiladas kryddblöndu. Blandið öllu mjög vel saman og hellið síðan kjúklingnum í eldfasta mótið og hrærið saman við grænmetið.
  4. Inn í ofn við 180°C í 35 – 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  5. Þegar kjúklingurinn er klár þá rífið þið hann niður og hrærið öllu vel saman.
  6. Fyllið tortillavefjur með kjúklingafyllingunni og stráið rifnum mexíkóost yfir, rúllið upp vefjunni og endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með fat af ljúffengum kjúklingavefjum.
  7. Stráið rifnum osti yfir og ég hellti einnig smá salsa sósu yfir réttinn, setjið hann inn í ofn í smá stund eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn.
  8. Hellið fersku salsa yfir og rífið gjarnan niður fetaost yfir réttinn áður en hann er borinn fram.
  9. Gott er að hafa nachosflögur og sýrðan rjóma með.

Ferskt salsa

  • 12 kirsuberjatómatar
  • ½ límóna
  • Handfylli kóríander
  • 1 mangó
  • 1 stilkur vorlaukur
  • Salt
  • Smávegis af góðri ólífuolíu

Aðferð:

  1. Skerið tómata, kóríander, mangó og vorlauk mjög fínt.
  2. Blandið öllum hráefnum saman í skál og kryddið með salti.
  3. Berið fram með kjúklinga enchiladas. Njótið vel !

Njótið vel!

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *