Þrír ættliðir í eina súpu.

Fjölskyldumaturinn. 
Það er enginn súpa eins og kjötsúpan, hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. 
 Ég ólst upp við það að þegar að  kjötsúpa var á  borðstólnum þá var von á öðrum fjölskyldumeðlimum í mat.
 Allir borða á sig gat, sötra á súpunni,  naga beinin, fá sér rúgbrauð með smjöri og drekka ískalda mjólk. Súpan sem sameinar fjölskylduna.
Ég hef gert kjötsúpu nokkrum sinnum en í kvöld þá bauð ég í fyrsta sinn ömmu og mömmu í súpu til mín. 
 Ég verð að taka það sérstaklega fram að ég hafi boðið þeim  vegna þess að þessar konur hafa verið að malla kjötsúpu frá því að þær voru ungar og hafa gert sína súpu nákvæmlega eins alla tíð.
 Mamma lærði af ömmu og ég lærði af mömmu.
 Þrír ættliðir í eina súpu. 
Mér fannst mjög gaman að hringja í þær og bjóða þeim í mat, ég fékk ansi mörg góð ráð.
Dásamlega gott kvöld – þær lofuðu súpuna svo ég stóðst vonandi fjölskylduprófið í kjötsúpugerð. 
Íslenska grænmetið er best. 

Nauðsyn að smakka á meðan að maður dúllar sér við súpugerðina. 

Allt á fullu. 
Amma, ég og mamma. Þrír ættliðir í eina súpu. 
Ó svo góð
xxx

Endilega deildu með vinum :)

3 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *