Kaupmannahöfn.

Í maí þá ætla ég að fara með fjórum af mínum bestu vinum til Kaupmannahafnar. Tilhlökkunin er vægast sagt mikil og ég get ekki beðið eftir því að eyða með þeim nokkrum dögum í danaveldi. Við höfðum talað svo lengi um að fara til útlanda saman en höfðum aldrei gert  neitt meira í því en að tala um það, en þegar við sáum að vinkona okkar hún Beyonce væri með tónleika í Kaupmannahöfn í maí þá vorum við ekki lengi að panta miða út. Þetta verður stórkostlegt, ég finn það á mér. 
Ég er búin að vera að skoða veitingahús á netinu og skoða hvað við getum gert í Kaupmannahöfn, ég hef ekki farið þangað síðan í útskriftarferð í 10.bekk. Mig langaði svo að athuga hvort elskulegu lesendur mínir geta ekki bent okkur á eitthvað sniðugt í Köben í sambandi við mat og afþreyingu. Mér þætti nú mikið vænt um það 🙂 
Ég vona að þið eigið góðan dag. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

18 comments

  • Þið getið fengið ótrúlega gott sushi á Sushi&Sticks sem er á Hotel Tivoli. Mjög flottur staður og smá dýrt, en alveg þess virði!

  • Ég mæli með pizzunum á Forno A Legna á Falkoner Alle í Frederiksberg. Eru tónleikarnir ekki í Forum? Best að taka bara metro á Frederiksberg stöðina (sem er undir mall-i) og finna pizza staðinn og fara síðan til baka á Forum stöðina (eða labba í ca 10 mín) 🙂 Ítalskar pizzur, þær bestu í bænum, fengu best i byen viðurkenningu 2010 minnir mig.
    Svo fer þetta svolítið eftir því hvar þið ætlið að gista. Það er algjört must að fara á Agnes cupcakes (Sværtegade 2), eru rétt hjá kongens nytorv. Það er líka geðveikt að njóta lífsins í Frederiksberg have ef það er gott veður, þar kemur fólk saman með teppi og mat og drykki og hefur gaman. Svo er líka dýragarðurinn þar við hliðiná. Svo finnst mér reyndar tívolíið yndislega skemmtilegt 🙂 Veitingastaðurinn Green Sushi er ofboðslega góður, lítur ekkert fáranlega vel út að utan, en er algjör perla í miðbænum og svo fyrir góðan burger þá er Sporvejen á Gråbrødretorv æði, lítill staður sem er innréttaður eins og sporvagn 🙂 og það er oft mjög skemmtileg stemming á Gråbrødretorv. Svo eru æðislegir kokteilar á Dalle Valle, Fiolstræde. Dalle Valle passion er besti kokteill sem ég hef smakkað, það er líka mjög fínn matur þar, tónlist og stemming, skemmtilegt að fara þangað og starta kvöldinu. Ekki verra að það er helmings afsláttur af mat laugardaga – þriðjudaga frá kl.17 og 2 kokteilar á 100dkk eftir kl. 21.

    Vá hvað mig langar í sumar í Köben 🙂 Góða ferð og góða skemmtun.

  • Ætlaði einmitt að mæla með sporvejen og sticks & sushi á tivoli hotel – ath að það þarf að panta samt soldið tímanlega þar sérstaklega ef þið ætlið að fá borð um helgi. Grabrodretorv sem mælt er með her að ofan er rosa skemmtilegt á góðum sólardögum svo ég tek vel undir það 🙂
    kveðja
    Aldís

  • Ég mæli með Experimentarium sem er hálfgert vísindasafn en það líkað stílað inn á börn svo maður prófar allt sem er þarna, fór þarna með hópi kvenna og maður lét eins og smákrakki að prófa allt dótið sem var þarna og þetta var rosalegt stuð 🙂

  • Ég mæli með veitingastaðnum Mother, ítalskur staður með dásamlega góðar bruschettur og pizzur..og allt hitt á matseðlinum er örugglega gott líka! Mjög töff staður í Kødbyen og gaman að eyða þar kvöldstund 🙂 Heimasíðan þeirra er http://www.mother.dk/index.htm
    Góða skemmtun í Köben 🙂
    Kveðja, Anna.

  • Tek undir meðmælum með Mother, ótrúlega gott og skemmtilegur staður! – getur pantað borð með fyrirvara í gegnum email hjá þeim 🙂 Svo mæli ég líka með Paludan Bogcafe á Fiolstræde (rétt hjá Dalle Valle) – skemmtilegt að detta þar inn í kaffi eða hádegismat (http://paludan-cafe.dk/)

  • Verður að fara á markaðinn – heitir Torvehallerne og er alveg við Nörreport lestarstöðina. Algjört æði! 🙂

  • Uppáhaldsveitingarstaðurinn minn í Koben er "kínverska tehúsið" á Helgolandsgade, rétt við hornið á Vesterbrogade. Lítill fallegur fjölskyldustaður með frábærum kínverskum mat og ekkert svo dýr.

  • Ég myndi mæla með því að kíkja á Orangeriet (http://www.restaurant-orangeriet.dk/) sem er yndislegur veitingastaður við konunglega rósagarðinn. Er með svona ekta skandinavíska matargerð. Fínt að stoppa þar í hádeginu og fá sér smörrebröd og hvítt – gætir samt þurft að panta borð og alveg nauðsynlegt að panta ef farið er í kvöldmat. Svo er algjört upplifelsi að fara á klósettið þar, hef ekki komið inn á það flottara – skrýtið en satt 🙂 Svo er auðvitað gaman að þvælast um nörrebro og kíkja í litlu búðirnar í kjöllurunum þar, en þar eru oft ungir hönnuðir að selja hönnun sína. Möst að fara á Íslendingadjamm á Jolene og kíkja með bjór á Islandsbrygge. Svo er alltaf gaman að vera túristi og skoða lífvarðaskiptin á hádegi við höllina, kíkja á litlu hafmeyjuna, fara í tívolí og sérstaklega að kvöldi til þegar ljósadýrðin byrjar, labba strikið og rundetårnet, setjast í kjöltuna á HC Andersen við Ráðhústorgið og auðvitað kaupa pylsu á Ráðhústorginu. Svo er svæðið í kringum háskólann líka skemmtilegt allskonar litlar búðir sem er gaman að skoða og líka fallegt umhverfi bara. Nýhöfn er líka mjög skemmtileg, rosa skemmtileg stemmning sem myndast þar, sérstaklega á sumrin, og svo er svo margt, margt fleira hægt að gera…
    Góða skemmtun úti 🙂

  • Ásgerdur Hlynsdóttir

    Thad verdur brjálad prógram hjá ykkur! Get einnig sagt ykkur frá öllum mínum uppáhalds stödum. Hlakka til ad fá ykkur í mat og vín eitt kvöldid. 🙂

  • Skemmtileg síða hjá þér!

    Það er af nógu að taka þegar kemur að veitingastöðum í köben.

    namnam er flottur staður sem býður upp á singapore eldhús – blanda af kínverskum, indverskum og malasískum mat. Síðan er Congo staður sem er í eigu Casper Christensen (Klovn) og mjög skemmtilegur.
    http://www.aok.dk/byens-bedste/byens-bedste-nye-restaurant
    Manfreds og vin er minn uppáhaldsstaður (systurstaður Michelin staðarins Relæ) og býður upp á norrænan lókal mat að mestu leyti. Höst er líka í sama stíl – nýopnaður.
    http://www.aok.dk/byens-bedste/byens-bedste-billige-restaurant

    Kveðja,
    Björn Steinar, saltari hjá Saltverk

Leave a Reply to Ásgerdur Hlynsdóttir - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *