Lakkrístoppar uppskrift

Ég er loksins komin í jólafrí. Bakstur var auðvitað efst á listanum þegar ég var búin í prófum. 

Ég bakaði lakkrístoppa í fyrsta skipti í kvöld, það kom mér á óvart hvað það er einfalt og fljótlegt að baka þessa toppa. Ég bauð besttu vinkonu minni í kaffi en hún á jafnframt afmæli í dag. 
Hér kemur uppskriftin. Njótð vel!
  • 3 stk eggjahvítur 
  • 200 g púðursykur
  • 150 g súkkulaði
  • 150 g lakkrís kurl
  • 50 g kornflex, mulið
Aðferð: Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur Saxið súkkulaðið smátt. Blandið lakkrískurli, súkkulaði og kornflexi varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar. Látið á plötu með teskeið. 
Bakið í miðjum ofni við 150°C í 15 – 20 mínútur. 

Hér er hún Dísa mín, alsæl með kökurnar.

xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *