Ítölsk eggjakaka bökuð í ofni
Bökuð á pönnu sem má fara inn í ofn, stærðin á pönnunni er 26cm
Hráefni:
- 1 msk ólífuolía
- 5 sneiðar pancetta eða beikon
- 1 dl blaðlaukur
- 2 hvítlauksrif
- 2 meðalstórar bökunarkartöflur, smátt skornar
- 1 dl sólþurrkaðir tómatar
- 8 egg
- 200 ml sýrður rjómi
- Salt og pipar
- 150 g klettasalat
- 10 – 12 kirsuberjatómatar
- Nýrifinn parmesanostur, magn eftir smekk
Aðferð:
- Forhitið ofninn í 180°C.
- Hitið olíu á pönnu, skerið blaðlauk og hvítlauk smátt og steikið.
- Skerið pancettu í litla bita og bætið út á pönnuna þar til hún er orðin stökk, því næst fara smátt saxaðar sólþurrkaðir tómatar og smátt skornar kartöflur. Steikið þar til kartöflurnar eru orðnar gullinbrúnar.
- Pískið egg og sýrðan rjóma saman, kryddið með salti og pipar. Hellið eggjablöndunni yfir og steikið á lágum hita í 4 – 5 mínútur eða þar til eggjakakan er að verða stíf og flott.
- Rífið parmesan yfir áður en þið setjið eggjakökuna inn í ofn við 180°C í 30 – 35 mínútur eða þar til eggjakakan er orðin stíf í gegn og gullinbrún.
- Berið eggjakökuna fram með fersku klettasalati, smátt skornum kirsuberjatómötum og nýrifnum parmesan.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.