ÍTÖLSK EGGJAKAKA BÖKUÐ Í OFNI

Ítölsk eggjakaka bökuð í ofni

Bökuð á pönnu sem má fara inn í ofn, stærðin á pönnunni er 26cm

Hráefni:

  • 1 msk ólífuolía
  • 5 sneiðar pancetta eða beikon
  • 1 dl blaðlaukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 meðalstórar bökunarkartöflur, smátt skornar
  • 1 dl sólþurrkaðir tómatar
  • 8 egg
  • 200 ml sýrður rjómi
  • Salt og pipar
  • 150 g klettasalat
  • 10 – 12 kirsuberjatómatar
  • Nýrifinn parmesanostur, magn eftir smekk

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 180°C.
  2. Hitið olíu á pönnu, skerið blaðlauk og hvítlauk smátt og steikið.
  3. Skerið pancettu í litla bita og bætið út á pönnuna þar til hún er orðin stökk, því næst fara smátt saxaðar sólþurrkaðir tómatar og smátt skornar kartöflur. Steikið þar til kartöflurnar eru orðnar gullinbrúnar.
  4. Pískið egg og sýrðan rjóma saman, kryddið með salti og pipar. Hellið eggjablöndunni yfir og steikið á lágum hita í 4 – 5 mínútur eða þar til eggjakakan er að verða stíf og flott.
  5. Rífið parmesan yfir áður en þið setjið eggjakökuna inn í ofn við 180°C í 30 – 35 mínútur eða þar til eggjakakan er orðin stíf í gegn og gullinbrún.
  6. Berið eggjakökuna fram með fersku klettasalati, smátt skornum kirsuberjatómötum og nýrifnum parmesan.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *