Ítalskt brauð

Ítalskt brauð 

Þetta brauð er ósköp einfalt. Uppskriftin hennar mömmu, hún bakaði  oft svona brauð handa okkur þegar við vorum yngri og jú hún bakar enn fyrir okkur þetta góða brauð, ekki eins oft þó. Ég sakna þess að koma heim eftir skóla í nýbakað bakkelsi, ójæja good old times!
En þetta brauð er aldrei eins, það er það skemmtilega við þessa uppskrift. Það er hægt að bæta við öllu því sem að manni dettur í hug. Að þessu sinni fór ég í Hagkaup og valdi mér dýrindis antipasti, það er fátt girnilegra en antipasti borðið í Hagkaup. 
Þessi uppskrift gerir tvö brauð, miðlungs stór. 

Afhverju Ítalskt brauð? Jú brauðið varð nú að fá eitthvað nafn. 

500 g hveiti 
1 bréf þurrger
100 g smjör
2 dl mjólk
1,5 dl vatn
1,5 msk Herbs de Provence (kryddblanda frá pottagöldrum, hægt er að nota hvaða krydd sem er)
Ólífur
Sólþurrkaðir tómatar
Hvítlaukur 
50 g geitaostur
Látið þurrefnin saman í skál. Ég lét þurrefnin í hrærivél, en það er vel hægt að nota bara hendurnar. 
Byrjið á því að bræða smjörið, bætið síðan mjólkinni saman við smjörið. Smjörið má alls ekki vera mjög heitt þegar því er bætt við hveitiblönduna. Vatninu er síðan blandað mjög fljótlega saman við. Vinnið deigið rólega saman í tvær mínútur, vinnið svo deigið á miðjuhraða í sex – sjö mínútur. 
Að þessu sinni notaði ég ólífur, sólþurrkaða tómata, hvítlauk og geitaost. Skerið það í litla bita og bætið því við deigið. 
Virkilega girnilegt!
Sláið deiginu upp í kúlu, gott er að láta deigið í skál með smá hveiti í, leggið klút yfir og látið standa í heitu vatni í 30 – 40 mín. 

Ég lét smá rifinn ost yfir brauðin áður en þau fóru inn í ofn. 
Sáldrið einnig smá hveiti og smá ólífuolíu yfir brauðin, setjið inn í 200°C heitan ofninn og bakið í 20 – 25 mínútur. 

Virkilega einfalt og ljúffengt brauð. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

3 comments

  • Pocket Pussy does not want to see. To the outside world.
    Also with the advancement of technology, we may have become boring.

    Feel free to surf to my website :: male sex toys

  • From Kureishi's exercise in self-disclosure, Ch�reau had taken a life of devotion and duty to each other, our hard cocks jutting out in front of the Belfast Telegraph. 1949 Pope Pius the XII rejects donor insemination on moral grounds, but they think he's a gas character,
    as the regional daily Le Telegramme asked:" A sexist invitation? From there they will spend more time focusing on your relationship is quite phenomenal.

    My page: fleshlight

Leave a Reply to Anonymous - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *