ÍSLENSKAR PÖNNUKÖKUR Í EFTIRRÉTT ÚR EINFALT MEÐ EVU

Íslenskar pönnukökur

ca. 18 – 20 pönnukökur

  • 3 egg
  • 4 msk sykur
  • 4 dl hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 30 g smjör, brætt
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 tsk kardimommur, malaðar
  • 5 dl mjólk

Aðferð:

  1. Þeytið sykur og egg þar til eggjablandan verður létt og ljós.
  2. Bætið þurrefnum saman við ásamt mjólk, vanillu og bræddu smjöri. Þeytið áfram í smá stund eða þar til deigið er orðið silkimjúkt.
  3. Pönnukökudeigið á að vera fremur þunnt. Hitið smjörklípu á pönnukökupönnu, hellið deigi út á pönnuna og steikið á hvorri hlið í um það bil 30 sekúndur.
  4. Berið strax fram með bræddu suðusúkkulaði, vanilluís og ferskum berjum.

Njótið vel.

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *