Það er einn forréttur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, einfaldur en ferlega bragðmikill og góður.
Hráskinka með klettasalati, melónu, steiktu brauði og maldon salti. (Punkturinn yfir i-ið væri svo rifinn parmesan ofan á) Þetta er ótrúlega einfalt og fljótlegt. Ég lét hráskinkuna fyrst á diskinn, skar melónur í litla bita og dreifði yfir, hreinsaði klettasalatið vel og lét það ofan á, lét svo aðeins fleiri melónur og svo steikta brauðið (Tók venjulegt heilhveitibrauð, skar hliðarnar af og barði brauðið niður þar til það var orðið alveg flatt, lét olíviu olíu á pönnu og kryddaði með salt og pipar, lét það vera á pönnunni þar til þetta var orðið vel ristað og fín.)
Hefði ég ekki gleymt að kaupa parmesan þá fengi hann að vera efst.
Skvetta af olivíu olíu (Líka hægt að nota hvítlauksolíu eða pestó/sem búið er að blanda saman við olíu svo það verði ansi þunnt) Síðast en ekki síst maldon salt og smá pipar.
Kjörin forréttur til þess að hafa um hátíðarnar
xxx
Eva Laufey Kjaran