Hér líður mér vel.

 Ég gæti eytt öllum heimsins tíma í að fletta í gegnum matarbækur og matarblöð. Ég er búin að skoða allar þær bækur sem ég á ótrúlega oft en ég fæ aldrei nóg af þeim. Í dag er ég búin að vera svolítið þreytt, stalst í höfuðborgina í gær. Síðasti kosningadagurinn og ég varð að vera með, vel þess virði. Þannig að ég er búin að vera ósköp róleg hér heima við í dag, fékk ömmu mína og Silju í kaffi í morgun sem var ansi ljúft. 
Veðrið er búið að vera sérlega fallegt í dag og ég stefni að því að fara í smá göngutúr um helgina ef veðrið helst svona fínt. Ég lofaði sjálfri mér því fyrir viku þegar að ég lá inni á spítalanum að ég ætlaði að njóta næstu helgar mun betur og ég verð nú að standa við það. Þessi helgi fer í huggulegheit og matargerð. Á morgun verður mexíkönsk matargerð, ætla m.a. að prufa að laga tortillur frá grunni svo það verður skemmtilegt að prufa. Ætla sömuleiðis að prufa að elda nautalundir í fyrsta sinn, ég verð með móður mína í beinni svo mikið er víst. Þannig það verða eflaust margar mataruppfærslur á þessu bloggi um helgina. 
Ég vona að þið njótið helgarinnar og hafið það sem allra best. 

xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *