Heitt piparmyntusúkkulaði

Heitt piparmyntusúkkulaði er í miklu eftirlæti hjá mér, hér kemur einföld uppskrift að heitu súkkulaði.
Piparmyntusúkkulaði
1 líter mjólk 
175 g suðusúkkulaði
1 stk pipp súkkulaði (40 g)
2 dl vatn
smá salt 
Hitið vatn og látið súkkulaðið bráðna í því, passið ykkur á því að sjóða ekki vatnið. Hrærið vel í á meðan. Þegar súkkulaðið er bráðið þá bætið þið mjólkinni út í og hitið þar til fer að sjóða. Að lokum þá bætið þið smá salti út í, leyfið þessu að malla í smá stund við vægan hita.
Mér finnst best að þeyta rjóma og setja væna skeið af rjóma í minn bolla, en það er líka dásamlegt að setja vanilluís út í. Ég átti nokkra jólastafi sem ég braut í litla mola og sáldraði yfir súkkulaðið. Svo mæli ég líka með því ef þið eigið góða súkkulaðisósu t.d. þykka íssósu að dreifa smá sósu yfir rjómann. Það er sko aldeilis lúxus súkkulaði. 
Ég mæli með heitu súkkulaði á köldum vetrarkvöldum, súkkulaði bætir og kætir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

5 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *